Ítalir hafa ekki tapað landsleik í 33 mánuði og byrja EM á heimavelli í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 15:34 Leonardo Bonucci fagnar Lorenzo Insigne eftir að sá síðarnefndi hafði skorað á móti Tékkum. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Það verður svakaleg sigurganga undir í kvöld þegar opnunarleikur Evrópumótsins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Rómarborg. Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn