1 dagur í EM: Frakkar unnu EM síðast þegar þær mættu sem heimsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Frakkar fagna hér Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2000 en þeir voru þá bæði heims- og Evrópumeistarar á sama tíma. Getty/Laurent Baheux Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst á morgun 11. júní. Frakkar mæta á EM sem ríkjandi heimsmeistarar og það boðar gott fyrir þá. Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður EM 2020 í fótbolta Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður
Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ????
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn