1 dagur í EM: Frakkar unnu EM síðast þegar þær mættu sem heimsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Frakkar fagna hér Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2000 en þeir voru þá bæði heims- og Evrópumeistarar á sama tíma. Getty/Laurent Baheux Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst á morgun 11. júní. Frakkar mæta á EM sem ríkjandi heimsmeistarar og það boðar gott fyrir þá. Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira
Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður
Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ????
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira