Innlent

Boða fleiri ár­­ganga í bólu­setningu vegna einungis um 50 prósent mætingar

Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa
Karlar fæddir 1988 og 1986 hafa verið boðaðir aukalega og konur fæddar árið 2002.
Karlar fæddir 1988 og 1986 hafa verið boðaðir aukalega og konur fæddar árið 2002. Vísir/Vilhelm

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur boðað þrjá hópa til viðbótar í bólusetningu í Laugardalshöll í dag þar sem einungis um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun mætti á staðinn.

Karlar fæddir 1988 og 1986 hafa verið boðaðir aukalega og konur fæddar árið 2002.

Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu.

Bólusett er með bóluefni Janssen í dag og stendur til að koma út 10 þúsund skömmtum.

Í dag var haldið er áfram með starfsmenn í skólum og árgangshópa, og svo karla fædda 1984, 1977, 1997, 1985, 1976 og konur fæddar 2000, 1981, 1980, 1988.


Tengdar fréttir

Kölluðu eftir fleira fólki í bólu­setningu undir lok dags

Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×