Geta ekki leigt allt hótelið og banna sjálfsmyndir Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2021 17:46 Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, er stressaður fyrir kórónuveirunni. vísir/getty Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, segir að það gildi strangar reglur á Marienlyst strandhótelinu sem danska liðið dvelur á er EM fer fram í sumar. Danir leika sinn fyrsta leik á EM á laugardaginn er Finnland mætir á Parken en Danir spila alla leikina í riðlinum á heimavelli. Það fylgja strangar reglur á hótelinu, vegna kórónuveirunnar, en smit hafa komið upp í spænska og sænska landsliðinu nokkrum dögum fyrir EM. „Smitin í spænska hópnum er áminning á það að þessu er ekki lokið og hversu viðkvæmir hlutirnir eru. Við erum búnir að segja leikmönnunum að við verðum í búbblunni og það er það rétta,“ sagði Hjulmand. „Við erum með fjögur herbergi á hótelinu og svo eru ferðasvæði. Það eru verðir á hótelinu sem hjálpa okkur að komast á milli og þegar við förum fram hjá einhverjum höldum við tveggja metra fjarlægð.“ „Við megum ekki stoppa og gestirnir fá að vita það þegar þeir stimpla sig inn að það eru engar sjálfsmyndir eða eiginhandaráritanir. Við erum mikið úti og höldum okkur á þeim stöðum sem eru bara okkar.“ Nokkur landslið hafa látið loka heilum hótelum en Hjulmand segir að það sé ekki hægt hjá Dönunum. „Ég held hvorki að við getum það né eigum við peninga til þess að gera þetta. Þetta er ekki umræðuefni. Við eigum ekki svo mikla peninga að við getum lokað risa hóteli og sett múr í kringum það,“ sagði Hjulmand. Forbudt: Ingen selfies og autografer med spillerne #emdk https://t.co/3RTZPzu0h2— tipsbladet.dk (@tipsbladet) June 9, 2021 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Danir leika sinn fyrsta leik á EM á laugardaginn er Finnland mætir á Parken en Danir spila alla leikina í riðlinum á heimavelli. Það fylgja strangar reglur á hótelinu, vegna kórónuveirunnar, en smit hafa komið upp í spænska og sænska landsliðinu nokkrum dögum fyrir EM. „Smitin í spænska hópnum er áminning á það að þessu er ekki lokið og hversu viðkvæmir hlutirnir eru. Við erum búnir að segja leikmönnunum að við verðum í búbblunni og það er það rétta,“ sagði Hjulmand. „Við erum með fjögur herbergi á hótelinu og svo eru ferðasvæði. Það eru verðir á hótelinu sem hjálpa okkur að komast á milli og þegar við förum fram hjá einhverjum höldum við tveggja metra fjarlægð.“ „Við megum ekki stoppa og gestirnir fá að vita það þegar þeir stimpla sig inn að það eru engar sjálfsmyndir eða eiginhandaráritanir. Við erum mikið úti og höldum okkur á þeim stöðum sem eru bara okkar.“ Nokkur landslið hafa látið loka heilum hótelum en Hjulmand segir að það sé ekki hægt hjá Dönunum. „Ég held hvorki að við getum það né eigum við peninga til þess að gera þetta. Þetta er ekki umræðuefni. Við eigum ekki svo mikla peninga að við getum lokað risa hóteli og sett múr í kringum það,“ sagði Hjulmand. Forbudt: Ingen selfies og autografer med spillerne #emdk https://t.co/3RTZPzu0h2— tipsbladet.dk (@tipsbladet) June 9, 2021
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira