Brenna inni með bunka af málum Snorri Másson skrifar 9. júní 2021 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á. Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10