Ekkert sem bendir til þess að veiran opni leið fyrir Ísland á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 12:30 Íslenska landsliðið vakti verðskuldaða athygli á fyrsta Evrópumóti sínu, í Frakklandi fyrir fimm árum. Næsti möguleiki liðsins á að spila á EM virðist vera á mótinu í Þýskalandi 2024. Getty Þó að kórónuveirusmit séu farin að valda þátttökuþjóðum á EM í fótbolta vandræðum er ekkert sem bendir til þess að Íslandi verði boðin þátttaka á mótinu sem fyrstu varaþjóð. Hafi einhver látið sig dreyma um að verði einhver þátttökuþjóða EM illa fyrir barðinu á veirunni þurfi að kalla inn varaþjóð, og að sú þjóð verði Ísland, þá virðist það því miður útilokað. Evrópumótið, sem frestað var um ár vegna kórónuveirufaraldursins, hefst á föstudaginn. Faraldurinn hefur enn áhrif því sex leikmenn hafa greinst með smit í aðdraganda mótsins. Faraldurinn hefur bitnað verst á Svíþjóð og Spáni, sem eiga að mætast á mánudaginn, en á allra síðustu dögum hafa tveir leikmenn úr hvoru liði neyðst til að fara í einangrun vegna smits. Ekki er hægt að útiloka að fleiri greinist smitaðir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ekki hafa haft samband né gefið neitt til kynna um að þess sé óskað að Ísland verði í startholunum til að fara á EM þurfi lið að draga sig úr keppni. Þess má geta að fyrir HM í handbolta í janúar var ljóst hvaða lið kæmu inn ef til forfalla kæmi, og voru að lokum tvær efstu þjóðir af varalista kallaðar inn vegna smita í liðum. UEFA hefur ekki opinberað neinn slíkan lista. Gild rök fyrir því að Ísland ætti að vera efst á lista Gild rök eru fyrir því að Ísland ætti að vera fyrsta varaþjóð inn á EM. Ísland lék á hæsta stigi umspilsins fyrir EM og tapaði þar úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Ísland náði líka besta árangrinum af þeim liðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í undankeppninni, en tvö efstu lið hvers riðils komust beint á EM. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir gegn Ungverjum í Búdapest í nóvember en heimamenn tryggðu sig inn á EM með tveimur mörkin í blálokin.EPA/Tibor Illyes Í svari Knattspyrnusambands Evrópu við fyrirspurn Vísis, um það hvað sambandið geri neyðist þátttökuþjóð til að draga sig úr keppni, var aðeins bent á reglur mótsins. Hægt að skipta smituðum út Í sérstökum Covid-kafla í reglunum, sem bætt var inn 28. apríl, er hvergi gert ráð fyrir því að landsliði sé hugsanlega skipt út. Í reglunum segir að hvert landslið megi tilnefna 26 leikmenn til þátttöku í mótinu og er það stærri hópur en vanalega, vegna faraldursins. Leikmönnum sem greinast með kórónuveirusmit, eða hafa umgengist smitaðan leikmann, má auk þess skipta út. Spánverjar eru til að mynda tilbúnir með sex leikmenn auk ellefu leikmanna úr U21-landsliðinu, í sérstökum neyðarhópi, sem hægt er að kalla leikmenn úr til að fylla í skarðið ef smitum fjölgar. Þurfa bara þrettán leikfæra Í reglum UEFA segir að lið verði að spila sína leiki hafi þau 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Ef ekki eru 13 leikmenn til taks getur UEFA frestað leik um að hámarki tvo sólarhringa, og einnig fært hann á annan leikstað. Nefnd á vegum UEFA tekur ákvörðun um hvað gerist ef ekki er hægt að fresta leik. Landslið sem telst bera ábyrgð á því að leikur fari ekki fram tapar leiknum sjálfkrafa 3-0. Það virðist því lausnin frekar en að kalla inn varaþjóð. Margir leikmanna íslenska landsliðsins eru komnir í sumarfrí og voru ekki með í vináttulandsleikjunum þremur sem var að ljúka. Leikmennirnir sem spiluðu þá leiki eru farnir til síns heima. Það yrði því handagangur í öskjunni við að koma íslenskum landsliðshópi saman ef fjarlægur draumur yrði að veruleika, og Íslandi yrði allt í einu boðin þátttaka á EM. „En við myndum að sjálfsögðu gera allt klárt á „núll einni“ ef til þessi kæmi. Icelandair er alla vega tilbúið með flugvél fyrir okkur ef á þarf að halda,“ segir Klara létt í bragði. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Hafi einhver látið sig dreyma um að verði einhver þátttökuþjóða EM illa fyrir barðinu á veirunni þurfi að kalla inn varaþjóð, og að sú þjóð verði Ísland, þá virðist það því miður útilokað. Evrópumótið, sem frestað var um ár vegna kórónuveirufaraldursins, hefst á föstudaginn. Faraldurinn hefur enn áhrif því sex leikmenn hafa greinst með smit í aðdraganda mótsins. Faraldurinn hefur bitnað verst á Svíþjóð og Spáni, sem eiga að mætast á mánudaginn, en á allra síðustu dögum hafa tveir leikmenn úr hvoru liði neyðst til að fara í einangrun vegna smits. Ekki er hægt að útiloka að fleiri greinist smitaðir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ekki hafa haft samband né gefið neitt til kynna um að þess sé óskað að Ísland verði í startholunum til að fara á EM þurfi lið að draga sig úr keppni. Þess má geta að fyrir HM í handbolta í janúar var ljóst hvaða lið kæmu inn ef til forfalla kæmi, og voru að lokum tvær efstu þjóðir af varalista kallaðar inn vegna smita í liðum. UEFA hefur ekki opinberað neinn slíkan lista. Gild rök fyrir því að Ísland ætti að vera efst á lista Gild rök eru fyrir því að Ísland ætti að vera fyrsta varaþjóð inn á EM. Ísland lék á hæsta stigi umspilsins fyrir EM og tapaði þar úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Ísland náði líka besta árangrinum af þeim liðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í undankeppninni, en tvö efstu lið hvers riðils komust beint á EM. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir gegn Ungverjum í Búdapest í nóvember en heimamenn tryggðu sig inn á EM með tveimur mörkin í blálokin.EPA/Tibor Illyes Í svari Knattspyrnusambands Evrópu við fyrirspurn Vísis, um það hvað sambandið geri neyðist þátttökuþjóð til að draga sig úr keppni, var aðeins bent á reglur mótsins. Hægt að skipta smituðum út Í sérstökum Covid-kafla í reglunum, sem bætt var inn 28. apríl, er hvergi gert ráð fyrir því að landsliði sé hugsanlega skipt út. Í reglunum segir að hvert landslið megi tilnefna 26 leikmenn til þátttöku í mótinu og er það stærri hópur en vanalega, vegna faraldursins. Leikmönnum sem greinast með kórónuveirusmit, eða hafa umgengist smitaðan leikmann, má auk þess skipta út. Spánverjar eru til að mynda tilbúnir með sex leikmenn auk ellefu leikmanna úr U21-landsliðinu, í sérstökum neyðarhópi, sem hægt er að kalla leikmenn úr til að fylla í skarðið ef smitum fjölgar. Þurfa bara þrettán leikfæra Í reglum UEFA segir að lið verði að spila sína leiki hafi þau 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Ef ekki eru 13 leikmenn til taks getur UEFA frestað leik um að hámarki tvo sólarhringa, og einnig fært hann á annan leikstað. Nefnd á vegum UEFA tekur ákvörðun um hvað gerist ef ekki er hægt að fresta leik. Landslið sem telst bera ábyrgð á því að leikur fari ekki fram tapar leiknum sjálfkrafa 3-0. Það virðist því lausnin frekar en að kalla inn varaþjóð. Margir leikmanna íslenska landsliðsins eru komnir í sumarfrí og voru ekki með í vináttulandsleikjunum þremur sem var að ljúka. Leikmennirnir sem spiluðu þá leiki eru farnir til síns heima. Það yrði því handagangur í öskjunni við að koma íslenskum landsliðshópi saman ef fjarlægur draumur yrði að veruleika, og Íslandi yrði allt í einu boðin þátttaka á EM. „En við myndum að sjálfsögðu gera allt klárt á „núll einni“ ef til þessi kæmi. Icelandair er alla vega tilbúið með flugvél fyrir okkur ef á þarf að halda,“ segir Klara létt í bragði. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn