„Þú ert búinn að skipta þér af öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 09:31 Anton Gylfi Pálsson fann sig knúinn til að taka Róbert Aron Hostert á eintal um miðjan seinni hálfleik í Vestmannaeyjum í gær. Stöð 2 Sport Kostuleg samskipti Róberts Arons Hostert, leikmanns Vals, og dómarans Antons Gylfa Pálssonar voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigur Vals á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“ Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00