Leikmenn smitaðir í liðum sem eiga að mætast á EM á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 08:01 Dejan Kulusevski og Diego Llorente missa af leiknum mikilvæga á milli Svíþjóðar og Spánar á mánudagskvöld. Samsett/Getty Spánn og Svíþjóð eiga að mætast í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta á mánudagskvöld í Sevilla. Nú hafa tvö kórónuveirusmit greinst hjá hvoru liði. Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira