BBC valdi sigur Íslands á Englandi 2016 óvæntustu úrslitin í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 09:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði íslensku strákanna eftir sigurinn á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016. EPA/SEBASTIEN NOGIER Breska ríkisútvarpið er að telja niður í Evrópumótið eins og fleiri fjölmiðlar og í einni af nýjustu fréttinni í tengslum við mótið var farið yfir þau úrslit í sögu keppninnar sem hafi komið mest á óvart. Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent) EM 2020 í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira
Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira