Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 08:31 Kara Saunders og hin stórskemmtilega dóttir hennar Scottie. Instagram/@karasaundo CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Kara Saunders sagði frá þeirri erfiðu ákvörðun sem hún þarf að taka á næstu dögum varðandi dóttur sína en Scottie Saunders hélt upp á tveggja ára afmælið sitt á dögunum. Instagram/@karasaundo Kara leyfði fylgjendum sínum að vita af því sem hún var að ganga í gegnum nú þegar framundan er langt ferðalag til Bandaríkjanna og lokaundirbúningur fyrir heimsleikanna. Þeir sem fylgjast með Köru Saunders á samfélagsmiðlum eru örugglega flestir aðdáendur hinnar tveggja ára gömlu Scottie sem er mikill karakter og fer oft kostum í því að reyna að leika eftir æfingar móður sinnar, sem er ein af bestu CrossFit konum heims. Kara og Scottie hafa aldrei verið lengi í sundur og Kara æfir með stelpuna í kringum sig og tók hana meðal annars með á undanúrslitamótið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum gætu hins vegar búið til vandamál fyrir móður og það má eflaust færa þetta yfir á Anníe Mist takist íslensku CrossFit goðsögninni að tryggja sér farseðil á heimsleikanna um næstu helgi. Kara þarf nú að taka mjög erfiða ákvörðun með dóttur sína um það hvort hún taki hana með sér til Bandaríkjanna þar sem kórónuveiran mun búa til alls konar vandamál. Hinn möguleikinn er að skilja hana eftir og sjá hana ekki í eigin persónu í fimm vikur. Instagram/@karasaundo „Til að það sé á hreinu þá er ég aðeins að íhuga að skilja hana eftir hennar vegna. Ekki mín vegna. Mín hugmynd að helvíti er að vera í burtu frá henni svona lengi,“ skrifaði Kara Saunders. „Ég vil bara ekki leggja það á hana að fara í gegnum allt þetta kórónuveiruvesen og skilja hana síðan eftir hjá einhverjum öðrum þegar ég keppi því Matty kemst ekki. Ég myndi síðan enda á því þurfa að pína hana í það að eyða tveimur vikum í sóttkví á hótelherbergi þegar við komum til baka,“ skrifaði Kara. „Ef ég ætla að skilja hana eftir þá þarf ég að venja hana við það að vera frá mér og vera síðan í burtu frá henni í fimm vikur. Við höfum aldrei verið aðskildar,“ skrifaði Kara. „Það er í raun ekkert auðvelt svar. Í venjulegum heimi þá tæki ég hana með mér og við myndum gera allt saman eins og við erum vanar. Þetta er hins vegar ekki venjulegur heimur og hún er í fyrsta sæti,“ skrifaði Kara. Instagram/@karasaundo
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira