Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 18:38 Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur áhyggjur af þeirri hættu sem getur skapast við sjálfsmyndatökur við ferðamannastaði. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur. Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira