Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðs vegar um land Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 10:44 Hátíð hafsins hefur verið aflýst í ár, en hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2002. HÁTÍÐ HAFSINS Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur víðs vegar um land í dag, þótt samkomutakmarkanir setji vissulega sinn svip á daginn. Ýmislegt verður um að vera í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, á Ólafsfirði, Neskaupstað og Bolungarvík. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2002, hefur verið aflýst. Á höfuðborgarsvæðinu verður formleg afhending atvikaskráningarkerfisins ATVIK-sjómenn í tilefni dagsins. Kerfið er gjöf frá VÍS til íslenskra sjómanna og er ætlað að fækka sjóslysum. Afhendingin fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu hjá Slysavarnaskóla sjómanna klukkan 13. Þá verður sjómannadagurinn með óhefðbundnu sniði í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar við Háabakka, opið hús Siglingaklúbbsins Þyts og ljósmyndasýningu á Strandstígnum. Álfarnir Þorri og Þura munu einnig bjóða til veislu í Hellisgerði klukkan 14. Í Þorlákshöfn var dagskrá alla helgina, en bærinn heldur jafnframt upp á 70 ára afmæli sitt. Í dag verður boðið upp á sjómannadagsmessu klukkan 11, dagskrá í Skrúðgarði og kaffihlaðborð Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hægt er að nálgast frekari dagskrá hér. Sjómannadagskaffi Eykindils fellur niður í Vestmannaeyjum. Þó verður boðið upp á sjómannadagsmessu í Landakirkju klukkan 13, lúðrasveit Vestmannaeyja mun taka lög og Eliza Reed, forsetafrú mun flytja ræðu. Dagskrá Vestmannaeyja er að finna hér. Á Ólafsfirði var mikið um hátíðarhöld alla helgina. Í dag verður hátíðarmessa, skrúðganga og fjölskylduskemmtun þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðinni lýkur í kvöld með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu. Þá verður einnig dagskrá á Neskaupstað og í Bolungarvík í dag. Sjómannadagurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hátíð hafsins sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2002, hefur verið aflýst. Á höfuðborgarsvæðinu verður formleg afhending atvikaskráningarkerfisins ATVIK-sjómenn í tilefni dagsins. Kerfið er gjöf frá VÍS til íslenskra sjómanna og er ætlað að fækka sjóslysum. Afhendingin fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu hjá Slysavarnaskóla sjómanna klukkan 13. Þá verður sjómannadagurinn með óhefðbundnu sniði í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar við Háabakka, opið hús Siglingaklúbbsins Þyts og ljósmyndasýningu á Strandstígnum. Álfarnir Þorri og Þura munu einnig bjóða til veislu í Hellisgerði klukkan 14. Í Þorlákshöfn var dagskrá alla helgina, en bærinn heldur jafnframt upp á 70 ára afmæli sitt. Í dag verður boðið upp á sjómannadagsmessu klukkan 11, dagskrá í Skrúðgarði og kaffihlaðborð Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hægt er að nálgast frekari dagskrá hér. Sjómannadagskaffi Eykindils fellur niður í Vestmannaeyjum. Þó verður boðið upp á sjómannadagsmessu í Landakirkju klukkan 13, lúðrasveit Vestmannaeyja mun taka lög og Eliza Reed, forsetafrú mun flytja ræðu. Dagskrá Vestmannaeyja er að finna hér. Á Ólafsfirði var mikið um hátíðarhöld alla helgina. Í dag verður hátíðarmessa, skrúðganga og fjölskylduskemmtun þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðinni lýkur í kvöld með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu. Þá verður einnig dagskrá á Neskaupstað og í Bolungarvík í dag.
Sjómannadagurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira