Sjáðu stórkostlegt stökk Helga Laxdal á Stjörnudegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2021 23:30 Stjarnan kom sá og sigraði. Fimleikasamband Íslands Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í dag. Lið Stjörnunnar sigraði mótið með yfirburðum bæði í kvenna- og karlaflokki, urðu bæði lið Íslandsmeistarar á öllum áhöldum. Helgi Laxdal stal samt fyrirsögnunum með ótrúlegu stökki sínu. Frábær tilþrif útfærsla Helga Laxdal á dýnu vakti mikla athygli. Gerði hann framumferð með tvöföldu heljarstökki og tveimur og hálfri skrúfu og þar með varð hann fyrstur í heiminum til þess að framkvæma og lenda þetta stökk í keppni. Sjá má þessi mögnuðu tilþrif í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Valgerður Sigfinnsdóttir er í fantaformi og sýndi sitt þrefalda heljarstökk með hálfri skrúfu í annað sinn á tveimur vikum en hún var fyrst kvenna til að framkvæma þetta stökk á Íslandi á Bikarmótinu. Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 59.150 stig. Stjarnan var yfirburða lið í ár og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 56.800 stig, í því þriðja var lið Stjörnunnar 2 með 48.450 stig. Sigurlið Stjörnunnar.Fimleikasamband Íslands Í karlaflokki var það lið Stjörnunnar 1 sem varð hlutskarpast með 54.700 stig en liðið sýndi frábærar æfingar og má líkja trampólínæfingum liðsins við flugeldasýningu. Lið Stjörnunnar 1 sigraði einnig Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum líkt og kvennalið Stjörnunnar. Lið Stjörnunnar 2 var í öðru sæti með 44.300 stig. Stjörnustrákarnir fetuðu í sömu spor og stúlkurnar.Fimleikasamband Íslands Einnig var keppt í 1. flokki kvenna. Þar var það lið Gerplu sem stóð uppi sem sigurvegari með 50.350 stig. Liðið vann einnig sigur í gólfæfingum með 20.600 stig og á trampólíni með 14.700 stig. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig, en lið Stjörnunnar sigraði í æfingum á dýnu með 15.200 stig. Í þriðja sæti voru núverandi bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig. Lið Gerplu.Fimleikasamband Íslands Hér má lesa nánar um mótið. Fimleikar Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Frábær tilþrif útfærsla Helga Laxdal á dýnu vakti mikla athygli. Gerði hann framumferð með tvöföldu heljarstökki og tveimur og hálfri skrúfu og þar með varð hann fyrstur í heiminum til þess að framkvæma og lenda þetta stökk í keppni. Sjá má þessi mögnuðu tilþrif í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Valgerður Sigfinnsdóttir er í fantaformi og sýndi sitt þrefalda heljarstökk með hálfri skrúfu í annað sinn á tveimur vikum en hún var fyrst kvenna til að framkvæma þetta stökk á Íslandi á Bikarmótinu. Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 59.150 stig. Stjarnan var yfirburða lið í ár og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 56.800 stig, í því þriðja var lið Stjörnunnar 2 með 48.450 stig. Sigurlið Stjörnunnar.Fimleikasamband Íslands Í karlaflokki var það lið Stjörnunnar 1 sem varð hlutskarpast með 54.700 stig en liðið sýndi frábærar æfingar og má líkja trampólínæfingum liðsins við flugeldasýningu. Lið Stjörnunnar 1 sigraði einnig Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum líkt og kvennalið Stjörnunnar. Lið Stjörnunnar 2 var í öðru sæti með 44.300 stig. Stjörnustrákarnir fetuðu í sömu spor og stúlkurnar.Fimleikasamband Íslands Einnig var keppt í 1. flokki kvenna. Þar var það lið Gerplu sem stóð uppi sem sigurvegari með 50.350 stig. Liðið vann einnig sigur í gólfæfingum með 20.600 stig og á trampólíni með 14.700 stig. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig, en lið Stjörnunnar sigraði í æfingum á dýnu með 15.200 stig. Í þriðja sæti voru núverandi bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig. Lið Gerplu.Fimleikasamband Íslands Hér má lesa nánar um mótið.
Fimleikar Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira