Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:26 Birgitta Birgisdóttir og Karlotta Guðjónsdóttir lentu í síðustu vikunni af þremur sem dregið var um í bólusetningarröðun í dag. Þær láta það þó ekki á sig fá og hlakka til að fá sprautu. Vísir Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira