Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:26 Birgitta Birgisdóttir og Karlotta Guðjónsdóttir lentu í síðustu vikunni af þremur sem dregið var um í bólusetningarröðun í dag. Þær láta það þó ekki á sig fá og hlakka til að fá sprautu. Vísir Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira