Sjáðu ótrúlega endurkomu Eyjamanna í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði markið sem tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir tókst ÍBV að koma til baka gegn FH og tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla. FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05
Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15