Betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2021 15:30 Dr. Ragna Hlín segir að sólarvörnin sé mikilvægur hluti af forvörnum. „Það er mikilvægt að vera vakandi yfir öllum breytingum á fæðingarblettum og ef nýir blettir birtast allt í einu sem eru að breyta sér,“ segir Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðsjúdómalæknir hjá Húðlæknastöðinni. „Það er betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu.“ Þar sem að maí mánuður var „Skin Cancer Awareness Month“ birti hún á Instagram síðu Húðlæknastöðvarinnar góðar leiðbeiningar. „Sortuæxli eru mjög hættuleg krabbamein en algjörlega læknanleg ef þau uppgötvast snemma.“ Ragna Hlín segir að lykillinn að þessu öllu saman sé samt forvörn. Að nota sólarvarnir, passa sig að brenna ekki og forðast ljósabekki. Ragna segir að það að þekkja stafrófið eins og þau kalla það, geti hjálpað þér að meta fæðingarblettina þína og að greina sortuæxli á frumstigi. Húðlæknastöðin Það sem þarf að meta varðandi fæðingarblettina er ósamhverfa, óreglulegir kantar, litabreyting eða margir litir, stækkar og er stærri en 6 mm og svo breyitingar yfir tíma. Nánari útskýringar má finna á myndunum í færslunni hér fyrir neðan. „Hafðu samband við húðlækni ef þig grunar breytingar á fæðingarblettum.“ View this post on Instagram A post shared by Húðlæknastöðin (@hudlaeknastodin) Heilsa Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf
„Það er betra að koma einu sinni of oft en að missa af einhverju hættulegu.“ Þar sem að maí mánuður var „Skin Cancer Awareness Month“ birti hún á Instagram síðu Húðlæknastöðvarinnar góðar leiðbeiningar. „Sortuæxli eru mjög hættuleg krabbamein en algjörlega læknanleg ef þau uppgötvast snemma.“ Ragna Hlín segir að lykillinn að þessu öllu saman sé samt forvörn. Að nota sólarvarnir, passa sig að brenna ekki og forðast ljósabekki. Ragna segir að það að þekkja stafrófið eins og þau kalla það, geti hjálpað þér að meta fæðingarblettina þína og að greina sortuæxli á frumstigi. Húðlæknastöðin Það sem þarf að meta varðandi fæðingarblettina er ósamhverfa, óreglulegir kantar, litabreyting eða margir litir, stækkar og er stærri en 6 mm og svo breyitingar yfir tíma. Nánari útskýringar má finna á myndunum í færslunni hér fyrir neðan. „Hafðu samband við húðlækni ef þig grunar breytingar á fæðingarblettum.“ View this post on Instagram A post shared by Húðlæknastöðin (@hudlaeknastodin)
Heilsa Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf