Seinni bylgjan: Ótrúlega rólegar undir pressu og þjálfarinn sultuslakur Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 16:32 KA/Þór hefur þegar fagnað sínum fyrsta deildarmeistaratitli og á möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Til þess þarf liðið einn sigur í viðbót. vísir/hulda margrét Leikmenn og þjálfari KA/Þórs sýndu aðdáunarverða yfirvegun og öryggi í sigrinum á Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26