Draga alla hópana á morgun og raða niður í bólusetningarröð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 14:09 Dregið verður um niðurröðun hópanna á morgun. Stöð 2 Á morgun verður dregið um hvernig hópar í handahófskenndri bólusetningarboðun á höfuðborgarsvæðinu raðast niður. Fyrirkomulagið verður því ekki með þeim hætti að hópar verði dregnir og boðaðir samstundis, heldur mun röð hópanna liggja fyrir. Á sjöunda hundrað manns voru bólusett með bóluefni Janssen í dag. Fleiri fengu boðun en skammtafjöldi leyfði að yrði bólusettur, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni segir alvanalegt að fleiri séu boðuð en hægt er að bólusetja, svo hægt sé að klára efnið. „Af því að það má ekkert fara til spillis þá verður það að vera þannig,“ segir Ragnheiður. Þegar búið er að blanda bóluefnin og gera þau tilbúin til notkunar er endingartími þeirra ekki ýkja langur og þarf því að hafa hraðar hendur ef engu á að farga, líkt og gerst hefur. Klára að draga á morgun Sex hópar hafa þegar verið dregnir upp úr bólusetningarhattinum og fengið boðun í bólusetningu. Eins og áður hefur verið greint frá er hópum skipt upp eftir kyni og fæðingarári og hafa karlar fæddir 1999,1987 og 1978 og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 þegar komið upp úr hattinum og fengið boðun. Ragnheiður segir að á morgun verði allir hóparnir dregnir og þeim raðað niður á bólusetningartíma eftir því hvenær þeir koma upp. Hún gerir ráð fyrir að dregið verði fyrir hádegi, um tíuleytið. Þannig mun liggja fyrir hvenær hvaða hópar verða boðaðir í bólusetningu. Ragnheiður segir ástæðuna fyrir því að hingað til hafi bara tveir hópar verið dregnir í einu vera að ekki hafi verið gert ráð fyrir að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, sem hófust á þriðjudaginn. „Við sáum bara allt í einu eftir hádegi að það var ekki betri mæting, þannig að það var ekkert annað í boði en að skella okkur í að draga úr árgöngunum og við gerðum það. Það var síðan bara ekki tími eða svigrúm til að draga fleiri. Við ætlum að gera það í rólegheitum á morgun,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Sigurjón Stefna ekki á samstarf við veðmangara Ragnheiður segir afar jákvætt hversu mikill áhugi er á fyrirkomulaginu og bólusetningum yfir höfuð. Til marks um hversu áfjáð fólk er í að láta bólusetja sig má benda á að fjöldi fólks sást koma hlaupandi í Laugardalshöll fljótlega eftir að tekið var að senda út skyndiboðanir í bólusetningu. „Fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á því að fylgjast með þannig að við höfum bara gefið það út að við ætlum að gera þetta klukkan tíu hérna á skrifstofunni,“ segir Ragnheiður. Þá vakti athygli blaðamanns að veðmálaskrifstofan Coolbet kallaði eftir því á Twitter við Landlækni að dregið yrði í bólusetningar í beinni útsendingu, svo hægt væri að útbúa stuðla og leyfa fólki að veðja á hvaða árgangar kæmu næstir upp úr pottinum. Óhætt er að ætla að eitthvert spaug búi að baki beiðninni. Er möguleiki að hafa dráttinn alltaf live @landlaeknir svo við getum búið til stuðla fyrir hvern drátt? Með fyrirfram þökk, stuðladeild Coolbet💉— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 1, 2021 Í það minnsta hlær Ragnheiður að beiðninni, sem henni þykir koma úr óvæntri átt, og segir það ekki á dagskrá hjá Heilsugæslunni að fara í sérstakt samstarf við veðmangara. „Nei, ég sé það ekki fyrir mér,“ segir Ragnheiður og hlær við. Hún segir þó að áhugi fólks á handahófskenndu bólusetningunum hafi komið skemmtilega á óvart. Áhuginn hjálpi mikið við að hvetja fólk til að mæta og fá bólusetningu. Þess má þó geta að streymt verður beint frá því þegar dregið verður í bólusetningar á morgun hér á Vísi. Pfizer, AstraZeneca og Janssen í næstu viku Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er útlistað hvernig bólusetningum verður háttað í næstu viku, og má sjá það hér að neðan: Þriðjudaginn 8. júní er Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með handahófs aldurshópa. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 15.00 Miðvikudaginn 9. júní er AstraZeneca bólusetning. Þá er eingöngu seinni bólusetning. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 14:00. Einnig mega þau koma sem sem fengu AstraZeneca fyrir 4 vikum eða meira ef nauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta. Fimmtudaginn 10. júní er Janssen bólusetning. Þá er haldið áfram með starfsmenn í skólum. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14.00. Bólusetning er í boði fyrir: þau sem fá boð um að mæta þessa daga. þau sem eru fædd 1975 eða fyrr. þau sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út. Þau sem hafa fengið boð sem þau hafa ekki nýtt sér. Þá segir að þau sem fái handahófskennt boð í bólusetningu, það er að segja þau sem tilheyra hópi sem þegar hefur verið dreginn, missi ekki rétt sinn til bólusetningar þrátt fyrir að komast ekki á tilsettum tíma. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns voru bólusett með bóluefni Janssen í dag. Fleiri fengu boðun en skammtafjöldi leyfði að yrði bólusettur, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni segir alvanalegt að fleiri séu boðuð en hægt er að bólusetja, svo hægt sé að klára efnið. „Af því að það má ekkert fara til spillis þá verður það að vera þannig,“ segir Ragnheiður. Þegar búið er að blanda bóluefnin og gera þau tilbúin til notkunar er endingartími þeirra ekki ýkja langur og þarf því að hafa hraðar hendur ef engu á að farga, líkt og gerst hefur. Klára að draga á morgun Sex hópar hafa þegar verið dregnir upp úr bólusetningarhattinum og fengið boðun í bólusetningu. Eins og áður hefur verið greint frá er hópum skipt upp eftir kyni og fæðingarári og hafa karlar fæddir 1999,1987 og 1978 og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 þegar komið upp úr hattinum og fengið boðun. Ragnheiður segir að á morgun verði allir hóparnir dregnir og þeim raðað niður á bólusetningartíma eftir því hvenær þeir koma upp. Hún gerir ráð fyrir að dregið verði fyrir hádegi, um tíuleytið. Þannig mun liggja fyrir hvenær hvaða hópar verða boðaðir í bólusetningu. Ragnheiður segir ástæðuna fyrir því að hingað til hafi bara tveir hópar verið dregnir í einu vera að ekki hafi verið gert ráð fyrir að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, sem hófust á þriðjudaginn. „Við sáum bara allt í einu eftir hádegi að það var ekki betri mæting, þannig að það var ekkert annað í boði en að skella okkur í að draga úr árgöngunum og við gerðum það. Það var síðan bara ekki tími eða svigrúm til að draga fleiri. Við ætlum að gera það í rólegheitum á morgun,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Sigurjón Stefna ekki á samstarf við veðmangara Ragnheiður segir afar jákvætt hversu mikill áhugi er á fyrirkomulaginu og bólusetningum yfir höfuð. Til marks um hversu áfjáð fólk er í að láta bólusetja sig má benda á að fjöldi fólks sást koma hlaupandi í Laugardalshöll fljótlega eftir að tekið var að senda út skyndiboðanir í bólusetningu. „Fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á því að fylgjast með þannig að við höfum bara gefið það út að við ætlum að gera þetta klukkan tíu hérna á skrifstofunni,“ segir Ragnheiður. Þá vakti athygli blaðamanns að veðmálaskrifstofan Coolbet kallaði eftir því á Twitter við Landlækni að dregið yrði í bólusetningar í beinni útsendingu, svo hægt væri að útbúa stuðla og leyfa fólki að veðja á hvaða árgangar kæmu næstir upp úr pottinum. Óhætt er að ætla að eitthvert spaug búi að baki beiðninni. Er möguleiki að hafa dráttinn alltaf live @landlaeknir svo við getum búið til stuðla fyrir hvern drátt? Með fyrirfram þökk, stuðladeild Coolbet💉— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 1, 2021 Í það minnsta hlær Ragnheiður að beiðninni, sem henni þykir koma úr óvæntri átt, og segir það ekki á dagskrá hjá Heilsugæslunni að fara í sérstakt samstarf við veðmangara. „Nei, ég sé það ekki fyrir mér,“ segir Ragnheiður og hlær við. Hún segir þó að áhugi fólks á handahófskenndu bólusetningunum hafi komið skemmtilega á óvart. Áhuginn hjálpi mikið við að hvetja fólk til að mæta og fá bólusetningu. Þess má þó geta að streymt verður beint frá því þegar dregið verður í bólusetningar á morgun hér á Vísi. Pfizer, AstraZeneca og Janssen í næstu viku Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er útlistað hvernig bólusetningum verður háttað í næstu viku, og má sjá það hér að neðan: Þriðjudaginn 8. júní er Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með handahófs aldurshópa. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 15.00 Miðvikudaginn 9. júní er AstraZeneca bólusetning. Þá er eingöngu seinni bólusetning. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 14:00. Einnig mega þau koma sem sem fengu AstraZeneca fyrir 4 vikum eða meira ef nauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta. Fimmtudaginn 10. júní er Janssen bólusetning. Þá er haldið áfram með starfsmenn í skólum. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14.00. Bólusetning er í boði fyrir: þau sem fá boð um að mæta þessa daga. þau sem eru fædd 1975 eða fyrr. þau sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út. Þau sem hafa fengið boð sem þau hafa ekki nýtt sér. Þá segir að þau sem fái handahófskennt boð í bólusetningu, það er að segja þau sem tilheyra hópi sem þegar hefur verið dreginn, missi ekki rétt sinn til bólusetningar þrátt fyrir að komast ekki á tilsettum tíma.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira