Cruyff aftur til starfa hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 13:31 Jordi Cruyff sést hér halda tölu fyrir framan mynd af föður sínum Johani Cruyff. EPA/Susanna Saez Johan Cruyff er eitt stærsta nafnið í sögu Barcelona og nú er sonur hans kominn í mikið ábyrgðarstarf hjá félaginu. Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992. Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992.
Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira