„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. „Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“ Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“
Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira