Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 15:57 Á bólusetningardögum hefur verið þétt setið inni í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira