Valur missti niður helming forskotsins: „Þetta er bara „deja vu““ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 14:01 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 15 mörk fyrir KA í gær og var öflugur á lokasprettinum sem gaf KA von. vísir/elín björg Valsmenn eru með fjögurra marka forskot gegn KA fyrir seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Forskotið væri enn meira ef KA hefði ekki náð góðum lokaspretti. Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Sjá meira
Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Sjá meira