Jafnréttismál og sköpun nýrra starfa rædd á fundi með forseta Alþjóðabankans Heimsljós 2. júní 2021 09:26 David Malpass, forseti Alþjóðabankans „Græn enduruppbygging á sjálfbærum forsendum“ var yfirskrift fundar norrænu þróunarmálaráðherranna. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók í gær þátt í fjarfundi með David Malpass forseta Alþjóðabankans, ásamt ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Ríkin átta mynda saman kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna að sameiginlegum áherslum. Yfirskrift fundarins var „græn enduruppbygging á sjálfbærum forsendum“ sem norrænu þróunarmálaráðherrarnir hafa lagt ríka áherslu á í kjölfar heimsfaraldursins. Á meðal áherslna kjördæmisins í bankanum má nefna loftslagsmál, græna orku, atvinnusköpun, jafnréttismál og sérstakar áskoranir fátækustu ríkjanna. Í ávarpi sínu lagði ráðuneytisstjóri sérstaka áherslu á jafnréttismál og uppbyggingu mannauðs í þróunarríkjum, meðal annars hvað varðar menntun og heilbrigðismál. Hann sagði faraldurinn hafa varpað skýrara ljósi á kerfislægt ójafnrétti kynjanna og aukið á ójöfnuð milli landa þar sem þau fátækustu hafa orðið verst úti. Leggja þurfi sérstaka áherslu á hagsmuni kvenna og stúlkna í öllum viðbrögðum og að bein og óbein áhrif faraldursins á kynjajafnrétti verði greind og höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Ráðuneytisstjóri undirstrikaði jafnframt mikilvægi þess að sköpun nýrra starfa, meðal annars á sviði grænnar orku og tæknigeirans, haldist í hendur við uppbyggingu mannauðs og efnahagslega valdeflingu kvenna, enda slíkt forsenda fyrir því að lönd nái að nýta tækifæri sín til fullnustu. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem nú stendur yfir en IDA er sú stofnun Alþjóðabankans sem veitir styrki og lán með hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkja heims. Tveggja ára stjórnarsetu Íslands að ljúka Fundurinn var haldinn í Helsinki og var forseti Alþjóðabankans viðstaddur fundinn í eigin persónu ásamt Geir H. Haarde stjórnarfulltrúa kjördæmisins, og finnskum ráðherrum. Aðrir þátttakendur tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn þakkaði kjördæminu fyrir gott og uppbyggilegt samstarf á vettvangi stjórnarinnar og þakkaði Geir H. Haarde sérstaklega fyrir sitt góða framlag síðastliðin tvö ár. Þá fór hann yfir helstu áskoranir bankans um þessar mundir þar sem kaup og dreifing á bóluefnum til þróunarlanda, skuldamál fátækustu ríkjanna, jafnréttismál og aðgerðir í loftslagsmálum voru ofarlega á baugi. Reglulegt samráð fer fram á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á vettvangi Alþjóðabankans, í gegnum sameiginlegt kjördæmi landanna. Ráðherrafundir með forseta Alþjóðabankans eru jafnan haldnir einu sinni á ári og skiptast Norðurlöndin á að halda fundinn. Ísland hefur leitt kjördæmastarfið síðastliðin tvö ár og hefur Geir H. Haarde á því tímabili átt sæti í stjórn bankans fyrir hönd ríkjanna átta. Þann 1. júlí næstkomandi munu Norðmenn taka við keflinu og þökkuðu þeir í lok fundarins Geir og Íslandi fyrir vel unnin störf. Þá átti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í síðustu viku fund með Lene Natasha Lind, sendiherra Noregs í Egyptalandi, sem tekur við af Geir H. Haarde sem stjórnarfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum ræddu þau áherslur Íslands hjá Alþjóðabankanum og reynslu Íslands af því að leiða kjördæmastarfið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók í gær þátt í fjarfundi með David Malpass forseta Alþjóðabankans, ásamt ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Ríkin átta mynda saman kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna að sameiginlegum áherslum. Yfirskrift fundarins var „græn enduruppbygging á sjálfbærum forsendum“ sem norrænu þróunarmálaráðherrarnir hafa lagt ríka áherslu á í kjölfar heimsfaraldursins. Á meðal áherslna kjördæmisins í bankanum má nefna loftslagsmál, græna orku, atvinnusköpun, jafnréttismál og sérstakar áskoranir fátækustu ríkjanna. Í ávarpi sínu lagði ráðuneytisstjóri sérstaka áherslu á jafnréttismál og uppbyggingu mannauðs í þróunarríkjum, meðal annars hvað varðar menntun og heilbrigðismál. Hann sagði faraldurinn hafa varpað skýrara ljósi á kerfislægt ójafnrétti kynjanna og aukið á ójöfnuð milli landa þar sem þau fátækustu hafa orðið verst úti. Leggja þurfi sérstaka áherslu á hagsmuni kvenna og stúlkna í öllum viðbrögðum og að bein og óbein áhrif faraldursins á kynjajafnrétti verði greind og höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Ráðuneytisstjóri undirstrikaði jafnframt mikilvægi þess að sköpun nýrra starfa, meðal annars á sviði grænnar orku og tæknigeirans, haldist í hendur við uppbyggingu mannauðs og efnahagslega valdeflingu kvenna, enda slíkt forsenda fyrir því að lönd nái að nýta tækifæri sín til fullnustu. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem nú stendur yfir en IDA er sú stofnun Alþjóðabankans sem veitir styrki og lán með hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkja heims. Tveggja ára stjórnarsetu Íslands að ljúka Fundurinn var haldinn í Helsinki og var forseti Alþjóðabankans viðstaddur fundinn í eigin persónu ásamt Geir H. Haarde stjórnarfulltrúa kjördæmisins, og finnskum ráðherrum. Aðrir þátttakendur tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn þakkaði kjördæminu fyrir gott og uppbyggilegt samstarf á vettvangi stjórnarinnar og þakkaði Geir H. Haarde sérstaklega fyrir sitt góða framlag síðastliðin tvö ár. Þá fór hann yfir helstu áskoranir bankans um þessar mundir þar sem kaup og dreifing á bóluefnum til þróunarlanda, skuldamál fátækustu ríkjanna, jafnréttismál og aðgerðir í loftslagsmálum voru ofarlega á baugi. Reglulegt samráð fer fram á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á vettvangi Alþjóðabankans, í gegnum sameiginlegt kjördæmi landanna. Ráðherrafundir með forseta Alþjóðabankans eru jafnan haldnir einu sinni á ári og skiptast Norðurlöndin á að halda fundinn. Ísland hefur leitt kjördæmastarfið síðastliðin tvö ár og hefur Geir H. Haarde á því tímabili átt sæti í stjórn bankans fyrir hönd ríkjanna átta. Þann 1. júlí næstkomandi munu Norðmenn taka við keflinu og þökkuðu þeir í lok fundarins Geir og Íslandi fyrir vel unnin störf. Þá átti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í síðustu viku fund með Lene Natasha Lind, sendiherra Noregs í Egyptalandi, sem tekur við af Geir H. Haarde sem stjórnarfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum ræddu þau áherslur Íslands hjá Alþjóðabankanum og reynslu Íslands af því að leiða kjördæmastarfið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent