Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðasveitar í samtali við fréttastofu. Konan var flutt á sjúkrahús til skoðunar, en ekki liggur fyrir hvort hún er alvarlega slösuð. Varðstjóri segir þó útlit fyrir að svo sé ekki.
Vesturland: Vesturlandsvegur við Grundartanga er lokaður í báðar áttir vegna umferðaslyss. Hjáleið verður um Akrafjallsveg (51). #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 2, 2021
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er nú á vettvangi og rannsakar tildrög slyssins. Samkvæmt slökkviliðinu má gera ráð fyrir umferðartöfum á svæðinu.