„Rakarastofan“ staðfærð og þýdd á þjóðtungu Malava Heimsljós 31. maí 2021 14:00 Þátttakendur á öðru námskeiðinu í Mangochi. Styrkur frá íslenska sendiráðinu nýtist til að endurvinna verkfærakistu „Barbershop“ á þjóðtungu Malava. Íslenska sendiráðið í Lilongwe í Malaví hefur á síðustu vikum haldið „rakarastofuviðburði“ í Mangochi héraði í þeim tilgangi að þjálfa leiðbeinendur meðal ungmenna um leiðir gegn kynbundnu ofbeldi, en einnig um getnaðarvarnir og mikilvægi opinna tjáskipta milli para. Í ársbyrjun fékk fræðimaður við háskóla Malaví, Dr. Zindaba Chisiza, styrk frá sendiráðinu til að endurvinna verkfærakistu „Barbershop“ á þjóðtungu Malava, ChiChewa, og staðfæra efnið að malavísku samfélagi. Í verkfærakistunni er farið yfir þátttökuaðferðafræði, í henni kennsluefni og æfingar í þremur flokkum: almenn kynjafræði, aðferðir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi, og kynfræðsla með áherslu á getnaðarvarnir. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er fyrirhugað að halda stóran „rakarastofuviðburð“ síðar í sumar í Malaví fyrir önnur framlagsríki, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sendiráð og bjóða þeim að nýta sér þessa aðferðafræði og verkfærakistu í vinnu sinni í jafnréttismálum. Utanríkisráðuneytið í samvinnu við UN Women þróaði rakarastofuhugtakið og viðeigandi verkfærakistu árið 2015 og árangursríkir viðburðir hafa verið haldnir víða, meðal annars á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, ýmsum alþjóðastofnunum, meðal annars í höfuðstöðvum Nató, í Genf og í Malaví. Markmiðið með viðburðunum er sérstaklega að hvetja karla til virkrar þátttöku í umræðunni um jafnrétti og skoða kynbundið ofbeldi út frá nýju sjónarhorni. Helmingur kvenna segir ekki frá Kynbundið ofbeldi er útbreitt í Malaví en samkvæmt opinberum gögnum hafa 34 prósent kvenna orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 20 prósent kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Helmingur þessara kvenna, 49 prósent, hafa aldrei leitað aðstoðar eða greint öðrum frá ofbeldinu. Aðeins fjórar að hverjum tíu hafa leitað aðstoðar við að stöðva ofbeldið og enn fleiri sem hafa ekki talað um ofbeldið við neinn. Með bættu aðgengi að kyn- og frjósemisþjónustu í landinu á undanförnum árum hefur dregið úr mæðradauða um 53 prósent, en enn látast 439 af hverjum 100.000 konum og stúlkum vegna vandkvæða á meðgöngu eða við fæðingu. Aukin notkun getnaðarvarna hefur átt stóran þátt í þessu mikilvæga framfaraskrefi en enn standa konur og stúlkur frammi fyrir bæði félagslegum og menningarlegum hindrunum í aðgengi að getnaðarvörnum. Kynfræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur einkum verið beint að konum en sýnt hefur verið fram á mikilvægi þess að karlmenn séu einnig upplýstir og að pör geti ákvarðanir um barneignir saman. Frá námskeiði leiðbeinenda í Mangochi. „Áður en kæmi að viðburðinum síðsumars ákváðum við að prófa nýju verkfærakistuna með því að þjálfa leiðbeinendur,“ segir Inga Dóra. „Við héldum því vikulagt „barberashop“ fyrir tvo hópa í Mangochi, einn karlahóp og annan hóp þar sem þátttakendur voru bæði konur og karlar. Dr. Zindaba sá bæði um þjálfunina og Barbershop viðburðina. Með honum var teymi sem fylgdist með og skrifaði niður ábendingar um hvað mætti betur fara í verkfærakistunni, tók viðtöl við þátttekendur, gerði kannanir fyrir og eftir þátttöku í viðburðunum og tók upp myndefni.” Að sögn Ingu Dóru eru niðurstöður þátttökukannanna áhugaverðar og jákvæðar. „Við upphaf þjálfunarinnar töldu 84 prósent þátttakanda karlmenn beita konur ofbeldi vegna þess að það væri karlmönnum eðlislægt en það lækkaði í 24 prósent eftir þjálfunina. Að sama skapi voru þátttakendur ekki sannfærðir um mikilvægi þess að karlmenn beittu sér fyrir kynjajafnrétti eða 74 prósent þátttakenda, það breyttist og að lokum töldu 86 prósent þátttakenda það afar mikilvægt að karlmenn tækju þátt í að auka jafnrétti kynjanna,“ segir Inga Dóra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Jafnréttismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Íslenska sendiráðið í Lilongwe í Malaví hefur á síðustu vikum haldið „rakarastofuviðburði“ í Mangochi héraði í þeim tilgangi að þjálfa leiðbeinendur meðal ungmenna um leiðir gegn kynbundnu ofbeldi, en einnig um getnaðarvarnir og mikilvægi opinna tjáskipta milli para. Í ársbyrjun fékk fræðimaður við háskóla Malaví, Dr. Zindaba Chisiza, styrk frá sendiráðinu til að endurvinna verkfærakistu „Barbershop“ á þjóðtungu Malava, ChiChewa, og staðfæra efnið að malavísku samfélagi. Í verkfærakistunni er farið yfir þátttökuaðferðafræði, í henni kennsluefni og æfingar í þremur flokkum: almenn kynjafræði, aðferðir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi, og kynfræðsla með áherslu á getnaðarvarnir. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er fyrirhugað að halda stóran „rakarastofuviðburð“ síðar í sumar í Malaví fyrir önnur framlagsríki, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sendiráð og bjóða þeim að nýta sér þessa aðferðafræði og verkfærakistu í vinnu sinni í jafnréttismálum. Utanríkisráðuneytið í samvinnu við UN Women þróaði rakarastofuhugtakið og viðeigandi verkfærakistu árið 2015 og árangursríkir viðburðir hafa verið haldnir víða, meðal annars á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, ýmsum alþjóðastofnunum, meðal annars í höfuðstöðvum Nató, í Genf og í Malaví. Markmiðið með viðburðunum er sérstaklega að hvetja karla til virkrar þátttöku í umræðunni um jafnrétti og skoða kynbundið ofbeldi út frá nýju sjónarhorni. Helmingur kvenna segir ekki frá Kynbundið ofbeldi er útbreitt í Malaví en samkvæmt opinberum gögnum hafa 34 prósent kvenna orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 20 prósent kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Helmingur þessara kvenna, 49 prósent, hafa aldrei leitað aðstoðar eða greint öðrum frá ofbeldinu. Aðeins fjórar að hverjum tíu hafa leitað aðstoðar við að stöðva ofbeldið og enn fleiri sem hafa ekki talað um ofbeldið við neinn. Með bættu aðgengi að kyn- og frjósemisþjónustu í landinu á undanförnum árum hefur dregið úr mæðradauða um 53 prósent, en enn látast 439 af hverjum 100.000 konum og stúlkum vegna vandkvæða á meðgöngu eða við fæðingu. Aukin notkun getnaðarvarna hefur átt stóran þátt í þessu mikilvæga framfaraskrefi en enn standa konur og stúlkur frammi fyrir bæði félagslegum og menningarlegum hindrunum í aðgengi að getnaðarvörnum. Kynfræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur einkum verið beint að konum en sýnt hefur verið fram á mikilvægi þess að karlmenn séu einnig upplýstir og að pör geti ákvarðanir um barneignir saman. Frá námskeiði leiðbeinenda í Mangochi. „Áður en kæmi að viðburðinum síðsumars ákváðum við að prófa nýju verkfærakistuna með því að þjálfa leiðbeinendur,“ segir Inga Dóra. „Við héldum því vikulagt „barberashop“ fyrir tvo hópa í Mangochi, einn karlahóp og annan hóp þar sem þátttakendur voru bæði konur og karlar. Dr. Zindaba sá bæði um þjálfunina og Barbershop viðburðina. Með honum var teymi sem fylgdist með og skrifaði niður ábendingar um hvað mætti betur fara í verkfærakistunni, tók viðtöl við þátttekendur, gerði kannanir fyrir og eftir þátttöku í viðburðunum og tók upp myndefni.” Að sögn Ingu Dóru eru niðurstöður þátttökukannanna áhugaverðar og jákvæðar. „Við upphaf þjálfunarinnar töldu 84 prósent þátttakanda karlmenn beita konur ofbeldi vegna þess að það væri karlmönnum eðlislægt en það lækkaði í 24 prósent eftir þjálfunina. Að sama skapi voru þátttakendur ekki sannfærðir um mikilvægi þess að karlmenn beittu sér fyrir kynjajafnrétti eða 74 prósent þátttakenda, það breyttist og að lokum töldu 86 prósent þátttakenda það afar mikilvægt að karlmenn tækju þátt í að auka jafnrétti kynjanna,“ segir Inga Dóra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Jafnréttismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent