Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 11:22 Frá bólusetningaraðstöðu í Laugardalshöll. Árgangar milli 1976 og 2005 verða boðaðir í bólusetningu af handahófi. Boðun eftir árgöngum verður kynjaskipt. Vísir/Vilhelm Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43