Hundruð fylgdarlausra barna eftir eldgos í Kongó Heimsljós 31. maí 2021 09:48 Barnaheill - Save the children Tugþúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að eldgos hófst skyndilega í Nyiragongofjalli fyrir rúmri viku. „Við sjáum hvernig aðstæður í Góma hafa farið versnandi á örfáum dögum. Jarðskjálftar eru mjög tíðir ennþá og heimili halda áfram að eyðileggjast ásamt skólum og öðrum innviðum. Hálf milljón manns eru án vatns, sem eykur hættuna á útbreiðslu kóleru. Þetta er algjör hörmung og bætir ekki ástandið sem hér er fyrir. Kongó hýsir mesta fjölda flóttafólks í allri Afríku, þar sem 5,2 milljónir manna er á vergangi. Eldgosið setur enn meiri þunga á aðgerðar- og fjárhagsáætlanir stjórnvalda,“ segir Edouard Niyonzima, starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Góma, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Barnaheill segja í frétt að tugþúsundum íbúa hafi verið skipað að yfirgefa heimili sín í héraðinu eftir að eldgos hófst skyndilega í Nyiragongofjalli, nærri byggð, fyrir rúmri viku. „Í óreiðunni og jarðskjálftunum sem hafa fylgt eldgosinu hafa 939 börn orðið viðskila frá fjölskyldum sínum en Barnaheill – Save the Children í Kongó hafa aðstoðað 696 börn við að hafa upp á foreldrum sínum. Enn eru að minnsta kosti 250 börn fylgdarlaus og Barnaheill í Kongó vinna hörðum höndum að því að hafa upp á fjölskyldum þeirra. Flest barnanna dvelja í tímabundnu fjölskylduhúsnæði á vegum samtakanna,“ segir í fréttinni. Þar kemur fram að eldgosið hafi hafist skyndilega, hraun flætt inn í byggð og í Góma og eyðilagt um eitt þúsund heimili, sex skóla, orkustöðvar og vatnsveitur fyrir hundruð þúsunda íbúa, auk annarra mikilvægra innviða. Barnaheill - Save the children „Við erum að rekast á fylgdarlaus börn út um allt. Börn eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi og misnotkun ef þau eru ekki tekin úr þessum aðstæðum. Einnig er nauðsynlegt að þau fái áfallahjálp, en þetta er mikið áfall fyrir börn að upplifa, að missa heimili, skóla og jafnvel fjölskyldumeðlim,“ segir Niyonzima. Amavi Akpamagbo, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Kongó segir gríðarlega mikilvægt að stuðla að sálrænni heilsu barna á svæðinu. „Okkar megináhersla er að vernda öll börn. Það felst fyrst og fremst í að hjálpa börnum að finna fjölskyldur sínar og tryggja að þau séu örugg á meðan þau eru ein. Sálrænn stuðningur er lykilatriði og leggjum við mikla áherslu á að veita börnum og fjölskyldum þeirra áfallahjálp.“ Barnaheill - Save the children Barnaheill hafa starfað í Kongó í 25 ár, þar á meðal í Góma. Samtökin vinna þar náið með öðrum félagasamtökum og stjórnvöldum á svæðinu. Frá því á síðasta ári hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi veitt mannúðaraðstoð í Kongó, í Suður-Kivu sem er héraðið sunnan við Góma. Verkefni Barnaheilla miðar að því́ að styðja við barnvæn svæði og samfélagslega leidda barnavernd og bjargráð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
„Við sjáum hvernig aðstæður í Góma hafa farið versnandi á örfáum dögum. Jarðskjálftar eru mjög tíðir ennþá og heimili halda áfram að eyðileggjast ásamt skólum og öðrum innviðum. Hálf milljón manns eru án vatns, sem eykur hættuna á útbreiðslu kóleru. Þetta er algjör hörmung og bætir ekki ástandið sem hér er fyrir. Kongó hýsir mesta fjölda flóttafólks í allri Afríku, þar sem 5,2 milljónir manna er á vergangi. Eldgosið setur enn meiri þunga á aðgerðar- og fjárhagsáætlanir stjórnvalda,“ segir Edouard Niyonzima, starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Góma, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Barnaheill segja í frétt að tugþúsundum íbúa hafi verið skipað að yfirgefa heimili sín í héraðinu eftir að eldgos hófst skyndilega í Nyiragongofjalli, nærri byggð, fyrir rúmri viku. „Í óreiðunni og jarðskjálftunum sem hafa fylgt eldgosinu hafa 939 börn orðið viðskila frá fjölskyldum sínum en Barnaheill – Save the Children í Kongó hafa aðstoðað 696 börn við að hafa upp á foreldrum sínum. Enn eru að minnsta kosti 250 börn fylgdarlaus og Barnaheill í Kongó vinna hörðum höndum að því að hafa upp á fjölskyldum þeirra. Flest barnanna dvelja í tímabundnu fjölskylduhúsnæði á vegum samtakanna,“ segir í fréttinni. Þar kemur fram að eldgosið hafi hafist skyndilega, hraun flætt inn í byggð og í Góma og eyðilagt um eitt þúsund heimili, sex skóla, orkustöðvar og vatnsveitur fyrir hundruð þúsunda íbúa, auk annarra mikilvægra innviða. Barnaheill - Save the children „Við erum að rekast á fylgdarlaus börn út um allt. Börn eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi og misnotkun ef þau eru ekki tekin úr þessum aðstæðum. Einnig er nauðsynlegt að þau fái áfallahjálp, en þetta er mikið áfall fyrir börn að upplifa, að missa heimili, skóla og jafnvel fjölskyldumeðlim,“ segir Niyonzima. Amavi Akpamagbo, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Kongó segir gríðarlega mikilvægt að stuðla að sálrænni heilsu barna á svæðinu. „Okkar megináhersla er að vernda öll börn. Það felst fyrst og fremst í að hjálpa börnum að finna fjölskyldur sínar og tryggja að þau séu örugg á meðan þau eru ein. Sálrænn stuðningur er lykilatriði og leggjum við mikla áherslu á að veita börnum og fjölskyldum þeirra áfallahjálp.“ Barnaheill - Save the children Barnaheill hafa starfað í Kongó í 25 ár, þar á meðal í Góma. Samtökin vinna þar náið með öðrum félagasamtökum og stjórnvöldum á svæðinu. Frá því á síðasta ári hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi veitt mannúðaraðstoð í Kongó, í Suður-Kivu sem er héraðið sunnan við Góma. Verkefni Barnaheilla miðar að því́ að styðja við barnvæn svæði og samfélagslega leidda barnavernd og bjargráð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent