Datt um stöngina fyrir framan marklínuna en allt endaði vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 09:31 Haley Adams varð í öðru sæti eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Instagram/@haleyadamssss Silfurmaður síðustu heimsleika í CrossFit, Samuel Kwant, er úr leik í ár eftir keppni helgarinnar. Það gekk líka mikið á þegar Haley Adams og Brooke Wells háðu mikla baráttu um annað sætið á MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótinu en þar var keppt um sæti inn á heimsleikana. Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira