Zidane sendi Real Madrid tóninn í opnu bréfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:30 Zinedine Zidane fannst hann ekki fá nógu mikinn stuðning hjá Real Madrid. getty/Juan Manuel Serrano Arce Zinedine Zidane segist sorgmæddur yfir endalokunum hjá Real Madrid. Hann sendi félaginu tóninn í opnu bréfi í AS. Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira
Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira