Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur, en Benedikt þjálfaði seinast kvennalið KR. Hann var þjálfari Þórs frá Akureyri seinast þegar hann þjálfaði karlalið.
Hann gerði KR að Íslandsmeisturum árið 2007 og 2009, en árið 2007 sigruðu KR-ingar einmitt Njarðvíkinga í úrslitum.
Benedikt tekur við af Einari Árna Jóhannssyni, en Njarðvík lenti í níunda sæti Domino's deildarinnar á yfirstandandi leiktíð.
Benedikt hefur einnig stýrt liðum Grindavíkur, Fjölnis og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild, en hann er einnig á hálfa vegu kominn með samning sinn við KKÍ sem A-landsliðsþjálfari kvenna.