Kórónuveirufaraldurinn haft djúpstæð áhrif á vinnumarkaðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:35 Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig djúp sár á íslenskum vinnumarkaði og kemur meira niður á viðkvæmum hópum en í aðrar kreppur hér á landi, að mati ASÍ. Faraldurinn hafi leitt til umfangsmeira atvinnuleysis en áður hafi sést. Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira