Tónlist

Þjóð­há­tíðar­lagið og mynd­bandið komið út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þjóðhátíð verður haldin fyrstu helgina í ágúst.
Þjóðhátíð verður haldin fyrstu helgina í ágúst.

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt.

Lagið ber heitið Göngum í takt og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar þúsundir manns hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð.

Hreimur fékk Vigni Snæ Vigfússon með sér í að pródúsera lagið. Magni Ásgeirsson, sem að söng með Hreim árið 2001 í Þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt, verður einnig með að þessu sinni ásamt Emblu Margréti 16 ára dóttur Hreims sem að syngur einnig í laginu.

Fleiri koma að laginu og eru það þeir Benedikt Brynleifsson, trommur, Matthías Stefánsson, fiðla, Pálmi Sigurhjartarson, harmonikka og Árni Þór Guðjónsson, Steini Bjarka, Benedikt Brynleifs og Vignir Snær mynda kórinn.

Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft og sjá myndbandið.

Klippa: Göngum í takt - Þjóð­há­tíðar­lagið 2021

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×