Konur verða sjálfar að ákveða sig: „Þannig er nú bara með margt í lífinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 12:20 Konur verða sjálfar að ákveða hvort þær þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir konur yngri en 55 ára sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca verða að ákveða það sjálfar hvort þær þiggja seinni skammtinn eða vilja fá annað bóluefni. Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira