Konur verða sjálfar að ákveða sig: „Þannig er nú bara með margt í lífinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 12:20 Konur verða sjálfar að ákveða hvort þær þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir konur yngri en 55 ára sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca verða að ákveða það sjálfar hvort þær þiggja seinni skammtinn eða vilja fá annað bóluefni. Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira