Solskjær um kvöldið: Vonandi verður þetta byrjunin á einhverju meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 11:30 Ole Gunnar Solskjær og landi hans Ronny Johnson með enska bikarinn á þrennutímabilinu 1998-99. Solskjær þekkir það sem leikmaður að vinna titla með Manchester United. Getty/John Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í kvöld muni skilgreina 2020-21 tímabilið hjá United. Manchester United liðið fær í kvöld frábært tækifæri til að enda fjögurra ára bið sína eftir titli en liðið hefur enn ekki unnið undir stjórn Solskjær sem tók við á miðju 2018-19 tímabilinu. Solskjær vann marga titla á sínum tíma sem leikmaður Manchester United þar á meðal Meistaradeildina vorið 1999 og ensku deildina sex sinnum. "The players sign for United to win trophies, accepting the challenge to become the best, because this is the best club in the world," Ole adds."That's something they are ready for, because they wouldn't have signed here if they weren't top players." #MUFC #UELfinal— Manchester United (@ManUtd) May 25, 2021 „Þetta er lið sem við höfum verið endurbyggja undanfarin ár. Vonandi verður þetta byrjunin á einhverju meiru,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mótherjarnir eru lið Villarreal sem endaði í sjöunda sæti í spænsku deildinni og það er því flestum ljóst að Manchester United er miklu sigurstranglegra í þessum úrslitaleik. „Þetta er besti klúbbur í heimi. Það er bæði ánægjan og pressan sem fylgir því að vera í Manchester United liðinu. Það er líka það sem leikmennirnir eru tilbúnir í. Þeir hefðu ekki fengið samning hér nema af því að þeir eru toppleikmenn,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Þetta er stórt kvöld fyrir okkur og þetta gæti orðið áfangi á leið til bjartari framtíðar. Þessir leikmenn hafa verið að vinna saman í eitt og hálf ár. Næsta skref hjá þeim er að njóta þess að spila svona leiks saman. Ég hef séð að það er eitthvað að gerjast í leikmönnunum,“ sagði Solskjær. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Manchester United liðið fær í kvöld frábært tækifæri til að enda fjögurra ára bið sína eftir titli en liðið hefur enn ekki unnið undir stjórn Solskjær sem tók við á miðju 2018-19 tímabilinu. Solskjær vann marga titla á sínum tíma sem leikmaður Manchester United þar á meðal Meistaradeildina vorið 1999 og ensku deildina sex sinnum. "The players sign for United to win trophies, accepting the challenge to become the best, because this is the best club in the world," Ole adds."That's something they are ready for, because they wouldn't have signed here if they weren't top players." #MUFC #UELfinal— Manchester United (@ManUtd) May 25, 2021 „Þetta er lið sem við höfum verið endurbyggja undanfarin ár. Vonandi verður þetta byrjunin á einhverju meiru,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mótherjarnir eru lið Villarreal sem endaði í sjöunda sæti í spænsku deildinni og það er því flestum ljóst að Manchester United er miklu sigurstranglegra í þessum úrslitaleik. „Þetta er besti klúbbur í heimi. Það er bæði ánægjan og pressan sem fylgir því að vera í Manchester United liðinu. Það er líka það sem leikmennirnir eru tilbúnir í. Þeir hefðu ekki fengið samning hér nema af því að þeir eru toppleikmenn,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Þetta er stórt kvöld fyrir okkur og þetta gæti orðið áfangi á leið til bjartari framtíðar. Þessir leikmenn hafa verið að vinna saman í eitt og hálf ár. Næsta skref hjá þeim er að njóta þess að spila svona leiks saman. Ég hef séð að það er eitthvað að gerjast í leikmönnunum,“ sagði Solskjær. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira