Lífið

Leikari úr banda­rísku Office-þáttunum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Persónan Billy Merchant í túlkun Mark York.
Persónan Billy Merchant í túlkun Mark York.

Bandaríski leikarinn Mark York, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Billy Merchant í bandarísku Office-þáttunum, er látinn, 55 ára að aldri.

People Magazine segir frá því að leikarinn hafi andast á Miami Valley sjúkrahúsinu í Flórida 19. maí síðastliðinn eftir óvænt og stutt veikindi.

Persónan Billy Merchant í Office-þáttunum var eigandi þeirrar fasteignar þar sem skrifstofa Dunder Mifflin var til húsa í borginni Scranton. 

Merchant var, líkt og York sjálfur, lamaður fyrir neðan mitti og voru samskipti hans og aðalpersónunnar Michael Scott, í túlkun Steve Carrell, sérstaklega vandræðaleg eins og átti reyndar við um samskipti Scott við flesta í kringum hann.

Auk þess að leika í Office birtist York meðal annars í CSI: New York, Passions og 8 Simple Rules.

Þá fór hann einnig með hlutverk í Steven Spielberg-myndinni A.I.: Atrificial Intelligence.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×