Luis Suarez eyddi öllu Liverpool tali og Simeone þakkaði Barcelona fyrir gjöfina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Luis Suarez fagnar sigri Atletico Madrid með liðsfélögum sínum en Suarez var að vinna þennan bikar í fimmta sinn á sjö tímabilum. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Ruslið hjá sumum er fjársjóður fyrir aðra. Þetta á kannski hvergi betur við en á þessu tímabili í spænska fótboltanum. Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira