Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fyrirhugaðar afléttingar sem kynntar voru í gær séu í samræmi við hans tillögur. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira