Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 12:45 Hér veður Helena að körfunni og Hearn verður fyrir. Vísir/Skjáskot Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld. Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira