Liverpool liðið nær öruggt með að vinna „titil“ á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:30 Mohamed Salah heldur fram sakleysi sínu við Martin Atkinson dómara en Liverpool menn eru þeir prúðustu í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/Shaun Botterill Liverpool þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en aðeins mikil spjaldafyllerí í lokaleiknum kemur í veg fyrir að liðið vinni einn „titil“. Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira