Guardiola: Manchester City verður að læra af titilvörn Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 08:31 Ilkay Gundogan fagnar marki Manchester City á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er strax farinn að undirbúa sitt lið andlega fyrir næsta tímabil. Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira