Sjö ákærð fyrir manndráp í máli Diego Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 14:00 Diego Maradona var virtur og dáður út um allan heim. Hann átti hins vegar ótúlega ævi þar sem skiptust heldur betur á skin og skúrir. Getty/Samir Jana Sjö heilbrigðisstarfsmenn í Argentínu hafa verið ákærðir fyrir manndráp í máli Diego Maradona sem lést í nóvember síðastliðnum. Ákæran er upp á „simple homicide with eventual intent“ eins og það er orðað á ensku. Þeim er gefið að sök að hafa sýnt af sér mikla vanrækslu. Maradona var nýorðinn sextugur þegar hann lést þann 25. nóvember síðastliðinn en þá voru tvær vikur liðnar frá því hann gekkst undir skurðaðgerð á heila. Fjölskylda hans hélt því strax fram að eitthvað óeðlilegt hefði verið í gangi í aðdraganda þess að Maradona lést og hefur barist fyrir réttlæti í málinu. Seven medical professionals have been charged with "simple homicide with eventual intent" in the death of Diego Maradona. https://t.co/29oJyfqIKk— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2021 Þau sjö sem hafa verið ákærð sæta farbanni. Meðal þeirra eru Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem sinnti Maradona eftir aðgerðina. Hin eru síðan tveir hjúkrunarfræðingar, umsjónarkona, læknir og sálfræðingur. Upptökum af samtölum milli lækna og fólks úr fylgdarhópi Maradona var lekið í fjölmiðla og þar leit út fyrir að Maradona hefði ekki fengið almennilegan umönnum í aðdraganda dauða hans. Seven to be charged with premeditated murder of Diego Maradona: report https://t.co/MzPXKj8Lxq pic.twitter.com/YLKXpYP5yI— New York Post (@nypost) May 20, 2021 Læknirinn Luque og geðlæknirinn Cosachov hafa haldið fram sakleysi sínu en þeir sem hafa rannsakað málið telja að þeir hafi sýnt mikið kæruleysi og afskiptaleysi í umönnun Maradona. Hin ákærðu verða kölluð fyrir dóminn þann 31. maí en þá hefjast vitnaleiðslur í málinu. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Andlát Diegos Maradona Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Ákæran er upp á „simple homicide with eventual intent“ eins og það er orðað á ensku. Þeim er gefið að sök að hafa sýnt af sér mikla vanrækslu. Maradona var nýorðinn sextugur þegar hann lést þann 25. nóvember síðastliðinn en þá voru tvær vikur liðnar frá því hann gekkst undir skurðaðgerð á heila. Fjölskylda hans hélt því strax fram að eitthvað óeðlilegt hefði verið í gangi í aðdraganda þess að Maradona lést og hefur barist fyrir réttlæti í málinu. Seven medical professionals have been charged with "simple homicide with eventual intent" in the death of Diego Maradona. https://t.co/29oJyfqIKk— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2021 Þau sjö sem hafa verið ákærð sæta farbanni. Meðal þeirra eru Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem sinnti Maradona eftir aðgerðina. Hin eru síðan tveir hjúkrunarfræðingar, umsjónarkona, læknir og sálfræðingur. Upptökum af samtölum milli lækna og fólks úr fylgdarhópi Maradona var lekið í fjölmiðla og þar leit út fyrir að Maradona hefði ekki fengið almennilegan umönnum í aðdraganda dauða hans. Seven to be charged with premeditated murder of Diego Maradona: report https://t.co/MzPXKj8Lxq pic.twitter.com/YLKXpYP5yI— New York Post (@nypost) May 20, 2021 Læknirinn Luque og geðlæknirinn Cosachov hafa haldið fram sakleysi sínu en þeir sem hafa rannsakað málið telja að þeir hafi sýnt mikið kæruleysi og afskiptaleysi í umönnun Maradona. Hin ákærðu verða kölluð fyrir dóminn þann 31. maí en þá hefjast vitnaleiðslur í málinu. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.
Andlát Diegos Maradona Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira