Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:39 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. „Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira