Tveir vinnufélagar greindust smitaðir með Covid-19 í fyrradag og taldi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir líklegt að fleiri greindust smitaðir í kjölfarið. Staðan í bólusetningum verður eflaust líka rædd en 24 þúsund einstaklingar fá bóluefni hér á landi í vikunni.
Fundurinn verður sem fyrr í beinni útsendingu á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og í textalýsingu að neðan fyrir þá lesendur okkar sem eiga þess ekki kost að hlusta á fundinn.