Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 17:10 Skúli Magnússon var í apríl kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31