Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 17:10 Skúli Magnússon var í apríl kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31