„Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2021 07:01 Ásdís Eir Símonardóttir. Vísir/Vilhelm „Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð. Í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins 20.maí 2021, fjallar Atvinnulífið á Vísi um það helsta framundan í mannauðsmálum vinnustaða í kjölfar Covid og bólusetninga. Í dag er rætt við formann Mannauðs, Ásdísi Eiri Símonardóttur, en á morgun heyrum við í fjórum mannauðstjórum um hvað þeir telja að verði mest áberandi breytingin í mannauðsmálum, í samanburði við fyrir Covid. Mikilvægt að fara ekki í sömu gömlu hjólförin Ásdís, sem er menntaður vinnusálfræðingur og starfar sem mannauðsráðgjafi hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir þær raddir orðnar hærri að tilgangur fyrirtækja felist ekki einungis í því að skila sífellt meiri hagnaði til hluthafa. Þessar raddir heyrist ekki aðeins á Íslandi, heldur um allan heim. „Það eru ákveðin kaflaskil í alþjóðlegu samhengi og fyrirtæki líta í auknum mæli svo á að tilgangur þeirra sé að skila virði til samfélagsins, hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og fólkið sem starfar hjá því,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur atvinnulífið lært á tímum heimsfaraldurs, hversu hratt vinnustaðir geta breyst krefjist ytri aðstæður þess. Allt í einu þurfti stór hluti starfsfólks að aðlaga sig fjarvinnu meðan starfsfólk í framlínu þurfti að gjörbreyta skipulagi og vinnulagi. Öll þurftum við að tileinka okkur nýja tækni til samskipta, samhliða því að hlúa að andlegri heilsu og rembast við að viðhalda einhvers konar jafnvægi vinnu og einkalífs á fordæmalausum tímum.“ Hins vegar er mikilvægt að atvinnulífið nýti sér þennan lærdóm og forðist að falla aftur í gömul hjólför. Besta leiðin til að forðast það, segir Ásdís felast í því að stjórnendur leggi áherslu á að hlusta vel á starfsfólkið sitt. „Við þurfum að skapa vinnustað þar sem ríkir traust og sálfræðilegt öryggi svo fólk geti tjáð sig, og stjórnendur þurfa að staldra við og virkilega hlusta á fólkið sitt. Hvað er búið að vera frábært við undanfarin misseri? Hvað hefði verið hægt að gera betur? Hverjar eru áskoranir þínar akkúrat núna? Hæfni í að hlusta og bregðast við því sem starfsfólk segir mun skipta sköpum í að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar til sín besta fólkið,“ segir Ásdís. Ásdís segir mikilvægt að stjórnendur vandi sig við að hlusta vel á starfsfólkið sitt og forðast þannig að vinnustaðir falli aftur í gömul hjólför.Vísir/Vilhelm Auðvelda fólki að ná árangri í starfi Aðspurð um það hvað Ásdís telji líklegt að verði áberandi áhersla í mannauðsmálum næstu tvö til þrjú árin, segir Ásdís líklegt að mannauðsfólk muni vinna við kortlagningu og mótun upplifunar starfsfólks (e. employee experience). Enda segir Ásdís framsæknustu fyrirtækin nú þegar farin að leggja mikla áherslu á úrbótaverkefni sem tengd eru slíkri upplifun. Þau verkefni liggja þvert á fyrirtækið og snúa að því að auðvelda starfsfólki að ná árangri í starfi, líða vel í vinnunni, einfalda samvinnu og samskipti og efla vinnustaðamenningu.“ Í þessum málum segir Ásdís mikilvægt að hugsa snjallt og stafrænt þar sem stilla þarf saman áherslur í stjórnun, mannauðsmálum, upplýsingatækni, aðbúnað, öryggismálum og fleira. Þá segir Ásdís að til framtíðar muni það skipta sköpum fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja hvernig fyrirtækin munu nýta þá þekkingu, hæfni og færni sem þau hafa innanborðs. „Er starfsfólk fast í úreldum starfslýsingum eða er ákveðinn sveigjanleiki og hreyfanleiki til staðar? Mannauðsfólk þarf að leiða stefnumiðaða vinnu við að endurskilgreina hvað við gerum og hvernig við nálgumst ólík hlutverk. Getur ákveðinn hópur starfsfólks kannski nýst í öðrum verkefnum tímabundið? Getum við nýtt færni starfsfólks þvert á fyrirtækið í þeim verkefnum sem mest liggur á hverju sinni? Hvernig ætlum við að tryggja að starfsfólk nýti styrkleika sína í starfi?,“ nefnir Ásdís sem dæmi um þær spurningar sem vinnustaðir þurfa að velta fyrir sér. Loks hvetur Ásdís mannauðsfólk til að taka virkan þátt í að móta nýja framtíð starfa og vinnustaða. „Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni starfsfólks hefur sjaldan verið mikilvægari en nú, og það er spennandi áskorun fyrir mannauðsfólk að leiða þessa þróun,“ segir Ásdís. Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins 20.maí 2021, fjallar Atvinnulífið á Vísi um það helsta framundan í mannauðsmálum vinnustaða í kjölfar Covid og bólusetninga. Í dag er rætt við formann Mannauðs, Ásdísi Eiri Símonardóttur, en á morgun heyrum við í fjórum mannauðstjórum um hvað þeir telja að verði mest áberandi breytingin í mannauðsmálum, í samanburði við fyrir Covid. Mikilvægt að fara ekki í sömu gömlu hjólförin Ásdís, sem er menntaður vinnusálfræðingur og starfar sem mannauðsráðgjafi hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir þær raddir orðnar hærri að tilgangur fyrirtækja felist ekki einungis í því að skila sífellt meiri hagnaði til hluthafa. Þessar raddir heyrist ekki aðeins á Íslandi, heldur um allan heim. „Það eru ákveðin kaflaskil í alþjóðlegu samhengi og fyrirtæki líta í auknum mæli svo á að tilgangur þeirra sé að skila virði til samfélagsins, hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og fólkið sem starfar hjá því,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur atvinnulífið lært á tímum heimsfaraldurs, hversu hratt vinnustaðir geta breyst krefjist ytri aðstæður þess. Allt í einu þurfti stór hluti starfsfólks að aðlaga sig fjarvinnu meðan starfsfólk í framlínu þurfti að gjörbreyta skipulagi og vinnulagi. Öll þurftum við að tileinka okkur nýja tækni til samskipta, samhliða því að hlúa að andlegri heilsu og rembast við að viðhalda einhvers konar jafnvægi vinnu og einkalífs á fordæmalausum tímum.“ Hins vegar er mikilvægt að atvinnulífið nýti sér þennan lærdóm og forðist að falla aftur í gömul hjólför. Besta leiðin til að forðast það, segir Ásdís felast í því að stjórnendur leggi áherslu á að hlusta vel á starfsfólkið sitt. „Við þurfum að skapa vinnustað þar sem ríkir traust og sálfræðilegt öryggi svo fólk geti tjáð sig, og stjórnendur þurfa að staldra við og virkilega hlusta á fólkið sitt. Hvað er búið að vera frábært við undanfarin misseri? Hvað hefði verið hægt að gera betur? Hverjar eru áskoranir þínar akkúrat núna? Hæfni í að hlusta og bregðast við því sem starfsfólk segir mun skipta sköpum í að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar til sín besta fólkið,“ segir Ásdís. Ásdís segir mikilvægt að stjórnendur vandi sig við að hlusta vel á starfsfólkið sitt og forðast þannig að vinnustaðir falli aftur í gömul hjólför.Vísir/Vilhelm Auðvelda fólki að ná árangri í starfi Aðspurð um það hvað Ásdís telji líklegt að verði áberandi áhersla í mannauðsmálum næstu tvö til þrjú árin, segir Ásdís líklegt að mannauðsfólk muni vinna við kortlagningu og mótun upplifunar starfsfólks (e. employee experience). Enda segir Ásdís framsæknustu fyrirtækin nú þegar farin að leggja mikla áherslu á úrbótaverkefni sem tengd eru slíkri upplifun. Þau verkefni liggja þvert á fyrirtækið og snúa að því að auðvelda starfsfólki að ná árangri í starfi, líða vel í vinnunni, einfalda samvinnu og samskipti og efla vinnustaðamenningu.“ Í þessum málum segir Ásdís mikilvægt að hugsa snjallt og stafrænt þar sem stilla þarf saman áherslur í stjórnun, mannauðsmálum, upplýsingatækni, aðbúnað, öryggismálum og fleira. Þá segir Ásdís að til framtíðar muni það skipta sköpum fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja hvernig fyrirtækin munu nýta þá þekkingu, hæfni og færni sem þau hafa innanborðs. „Er starfsfólk fast í úreldum starfslýsingum eða er ákveðinn sveigjanleiki og hreyfanleiki til staðar? Mannauðsfólk þarf að leiða stefnumiðaða vinnu við að endurskilgreina hvað við gerum og hvernig við nálgumst ólík hlutverk. Getur ákveðinn hópur starfsfólks kannski nýst í öðrum verkefnum tímabundið? Getum við nýtt færni starfsfólks þvert á fyrirtækið í þeim verkefnum sem mest liggur á hverju sinni? Hvernig ætlum við að tryggja að starfsfólk nýti styrkleika sína í starfi?,“ nefnir Ásdís sem dæmi um þær spurningar sem vinnustaðir þurfa að velta fyrir sér. Loks hvetur Ásdís mannauðsfólk til að taka virkan þátt í að móta nýja framtíð starfa og vinnustaða. „Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni starfsfólks hefur sjaldan verið mikilvægari en nú, og það er spennandi áskorun fyrir mannauðsfólk að leiða þessa þróun,“ segir Ásdís.
Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00
Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01