Erlent

Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ákvörðunin byggir á niðurstöðum rannsókna Pfizer og BioNTech.
Ákvörðunin byggir á niðurstöðum rannsókna Pfizer og BioNTech. Getty

Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga.

Vonir standa til þess að breytingin muni auðvelda bólusetningar en flutningur og geymsla bóluefnisins við afar lágt hitastig hefur valdið erfiðleikum á ákveðnum svæðum.

Í febrúar síðastliðnum samþykktu eftirlitsaðilar að heimila flutning og geymslu bóluefnisins við -15 til -25 gráður á Celsíus í allt að tvær vikur, í stað þeirra -80 til -60 gráða sem áður var kveðið á um.

Fyrr í þessum mánuði ákváðu yfirvöld í Kanada að heimila notkun bóluefnis Pfizer fyrir aldurshópinn 12 til 15 ára.

Tilkynningin á vef Lyfjastofnunar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×