Færa til leiki Real og Atletico í lokaumferðinni vegna Eurovision Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 17:01 Sergio Ramos og félagar í Real Madrid geta unnið spænsku deildina annað árið í röð. Getty/Denis Doyle Mótanefndin hjá La Liga hefur gengið illa að festa leiktímann á leikjum toppliðanna í lokaumferð deildarinnar og hefur nú þurft að gera enn ein breytinguna. La Liga færði leiki lokaumferðarinnar til í þriðja sinn á hálfum sólarhring og að þessu sinni voru ástæðurnar Eurovision söngvakeppnin á laugardalskvöldið og komandi úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í næstu viku. Atletico Madrid og Real Madrid geta bæði orðið spænskur meistari um helgina en Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap um helgina. Atletico Madrid er með tveggja stiga forystu og nægir sigur á Real Valladolid á útivelli til að tryggja sér titilinn. Real Madrid þarf að vinna Villarreal á heimavelli og treysta á það að Atletico tapi stigum. Changes to kick-off times for MD38.The final Matchday of #LaLigaSantander 2020/21 will be played on the following dates. pic.twitter.com/anGSOzACyK— LaLiga English (@LaLigaEN) May 17, 2021 Þessir tveir leikir áttu fyrst að fara fram á sunnudagskvöldið en Villarreal mótmælti því af því að liðið er að fara að spila til úrslita um Evrópudeildarbikarinn á móti Manchester United á miðvikudagskvöldið í næstu viku. Leikirnir voru því færðir á laugardagskvöldið en það þurfti síðan að flýta þeim svo þeir væru ekki á sama tíma og Eurovision söngvakeppnin. Nú er því ljóst að leikir toppliðanna fara nú fram klukkan 18.00 að staðartíma á laugardaginn en söngvakeppnin hefst síðan þremur klukkutímum seinna. Villarreal fær því auka sólarhring til að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á móti Manchester United. Leikir verða báðir í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.55 að íslenskum tíma. Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
La Liga færði leiki lokaumferðarinnar til í þriðja sinn á hálfum sólarhring og að þessu sinni voru ástæðurnar Eurovision söngvakeppnin á laugardalskvöldið og komandi úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í næstu viku. Atletico Madrid og Real Madrid geta bæði orðið spænskur meistari um helgina en Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap um helgina. Atletico Madrid er með tveggja stiga forystu og nægir sigur á Real Valladolid á útivelli til að tryggja sér titilinn. Real Madrid þarf að vinna Villarreal á heimavelli og treysta á það að Atletico tapi stigum. Changes to kick-off times for MD38.The final Matchday of #LaLigaSantander 2020/21 will be played on the following dates. pic.twitter.com/anGSOzACyK— LaLiga English (@LaLigaEN) May 17, 2021 Þessir tveir leikir áttu fyrst að fara fram á sunnudagskvöldið en Villarreal mótmælti því af því að liðið er að fara að spila til úrslita um Evrópudeildarbikarinn á móti Manchester United á miðvikudagskvöldið í næstu viku. Leikirnir voru því færðir á laugardagskvöldið en það þurfti síðan að flýta þeim svo þeir væru ekki á sama tíma og Eurovision söngvakeppnin. Nú er því ljóst að leikir toppliðanna fara nú fram klukkan 18.00 að staðartíma á laugardaginn en söngvakeppnin hefst síðan þremur klukkutímum seinna. Villarreal fær því auka sólarhring til að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á móti Manchester United. Leikir verða báðir í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.55 að íslenskum tíma.
Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira