Ekki alvöru liðsheild hjá þungum og pirruðum Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 14:02 Valsmenn hafa valdið vonbrigðum í vetur. vísir/vilhelm Vandræði Valsmanna voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gær. Valur tapaði fyrir Stjörnunni, 31-28, í Olís-deild karla á laugardaginn og eftir leikinn talaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um pirring í sínu liði. „Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25