Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 12:17 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. Arnar hefur gagnrýnt rekstur ÁTVR um árabil og hóf að selja vín á sante.is í samkeppni við verslunina í síðustu viku. Hann segir að hægt sé að fá vínið, eða bjórinn eða vodkann þess vegna, sendan til sín samdægurs ef pöntunin berst fyrir hádegi. Jafnvel er hægt að sækja pöntunina á næstu N1-stöð í gegnum Dropp, óháð vikudegi. “Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Það er ljóst að neytendur kunna vel að meta valfrelsi þegar kemur að þessum viðskiptum rétt eins og öðrum. Við erum búin að selja sem nemur heilum gámi af bjór og rauðvíni og hvítvíni og kampavíni og samþættum pökkum mikið,“ sagði Arnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þannig að þetta er búið að vera alger geggjun, satt best að segja. Ætli það séu ekki komnar hátt í 1.000 pantanir á þessum stutta tíma frá því að við tókum af stað.“ ÁTVR megi ekki kalla sig Vínbúðina Arnar óttast ekki lagalegar afleiðingar af þessum viðskiptaháttum, enda rúmist þetta innan laganna. „Þvert á móti. Við ættum varla að vera að tala um lagaleg álitamál þegar kemur að einokunarverslunarfyrirkomulagi, rekum við ekki einmitt samkeppniseftirlitið til að fyrirbyggja þannig rekstur?“ spyr Arnar. Sjálfur hefur hann kvartað til Neytendastofu vegna ÁTVR, af því að hann telur ólöglegt að verslunin kalli sig Vínbúðina. „Samkvæmt vörumerkjalögum geta menn ekki eignað sér almenn vörumerki. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins heitir réttu nafni samkvæmt lögum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og hefur enga heimild til að endurnefna sig Vínbúðina. Verslunin á þar með ekkert tilkall til almenns vöruheitis á borð við Vínbúð. Þeir eiga að heita það sem þeir eiga að heita samkvæmt lögum.“ Metár hjá ÁTVR ÁTVR hagnaðist um 1,8 milljarða í ár og eignir verslunarinnar nema um 7,3 milljörðum samkvæmt nýbirtri árs- og samfélagsskýrslu. Arnar telur að þessu fé væri betur varið í aðra grunnþjónustu í samfélaginu og telur einnig ljóst af skýrslu félagsins að aðgengi að áfengi hafi einfaldlega aukist á árinu. Í skýrslunni er sagt frá því að árangur hulduheimsókna til að kanna hvort nægilega vel sé fylgst með aldri viðskiptavina hafi aðeins verið 78%, sem er undir 90% viðmiðunarmarkinu. „Það er einhver brotalöm í gangi þar, því miður,” segir Arnar. Frumvarp dómsmálaráðherra sem heimilar áfengissölu smærri brugghúsa á framleiðslustað hefur fengið fyrstu umræðu á Alþingi og er nú til meðferðar í allsherjarnefnd. Þar verður innlend netverslun einkaaðila með áfengi þó ekki heimiluð og því þarf enn um sinn að stunda hana í gegnum erlendar netverslanir. Dæmi úr raunveruleikanum: Áfengi og tóbak Bensín og olía Tengdar fréttir Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45 Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. 5. febrúar 2021 07:16 ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. 15. maí 2021 09:44 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Arnar hefur gagnrýnt rekstur ÁTVR um árabil og hóf að selja vín á sante.is í samkeppni við verslunina í síðustu viku. Hann segir að hægt sé að fá vínið, eða bjórinn eða vodkann þess vegna, sendan til sín samdægurs ef pöntunin berst fyrir hádegi. Jafnvel er hægt að sækja pöntunina á næstu N1-stöð í gegnum Dropp, óháð vikudegi. “Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Það er ljóst að neytendur kunna vel að meta valfrelsi þegar kemur að þessum viðskiptum rétt eins og öðrum. Við erum búin að selja sem nemur heilum gámi af bjór og rauðvíni og hvítvíni og kampavíni og samþættum pökkum mikið,“ sagði Arnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þannig að þetta er búið að vera alger geggjun, satt best að segja. Ætli það séu ekki komnar hátt í 1.000 pantanir á þessum stutta tíma frá því að við tókum af stað.“ ÁTVR megi ekki kalla sig Vínbúðina Arnar óttast ekki lagalegar afleiðingar af þessum viðskiptaháttum, enda rúmist þetta innan laganna. „Þvert á móti. Við ættum varla að vera að tala um lagaleg álitamál þegar kemur að einokunarverslunarfyrirkomulagi, rekum við ekki einmitt samkeppniseftirlitið til að fyrirbyggja þannig rekstur?“ spyr Arnar. Sjálfur hefur hann kvartað til Neytendastofu vegna ÁTVR, af því að hann telur ólöglegt að verslunin kalli sig Vínbúðina. „Samkvæmt vörumerkjalögum geta menn ekki eignað sér almenn vörumerki. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins heitir réttu nafni samkvæmt lögum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og hefur enga heimild til að endurnefna sig Vínbúðina. Verslunin á þar með ekkert tilkall til almenns vöruheitis á borð við Vínbúð. Þeir eiga að heita það sem þeir eiga að heita samkvæmt lögum.“ Metár hjá ÁTVR ÁTVR hagnaðist um 1,8 milljarða í ár og eignir verslunarinnar nema um 7,3 milljörðum samkvæmt nýbirtri árs- og samfélagsskýrslu. Arnar telur að þessu fé væri betur varið í aðra grunnþjónustu í samfélaginu og telur einnig ljóst af skýrslu félagsins að aðgengi að áfengi hafi einfaldlega aukist á árinu. Í skýrslunni er sagt frá því að árangur hulduheimsókna til að kanna hvort nægilega vel sé fylgst með aldri viðskiptavina hafi aðeins verið 78%, sem er undir 90% viðmiðunarmarkinu. „Það er einhver brotalöm í gangi þar, því miður,” segir Arnar. Frumvarp dómsmálaráðherra sem heimilar áfengissölu smærri brugghúsa á framleiðslustað hefur fengið fyrstu umræðu á Alþingi og er nú til meðferðar í allsherjarnefnd. Þar verður innlend netverslun einkaaðila með áfengi þó ekki heimiluð og því þarf enn um sinn að stunda hana í gegnum erlendar netverslanir. Dæmi úr raunveruleikanum:
Áfengi og tóbak Bensín og olía Tengdar fréttir Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45 Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. 5. febrúar 2021 07:16 ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. 15. maí 2021 09:44 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45
Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. 5. febrúar 2021 07:16
ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. 15. maí 2021 09:44