Dominykas Milka: Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 09:02 Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður deildarmeistaranna í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður Keflvíkinga í vetur og hann fékk heimsókn í vinnuna þar sem hann sér um kostnaðarstýringu á Marriott hótelinu í Keflavík. „Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“ Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
„Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“
Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira