Dominykas Milka: Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 09:02 Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður deildarmeistaranna í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður Keflvíkinga í vetur og hann fékk heimsókn í vinnuna þar sem hann sér um kostnaðarstýringu á Marriott hótelinu í Keflavík. „Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“ Keflavík ÍF Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
„Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“
Keflavík ÍF Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum